Fimmtudagur

18. janúar kl. 12:00 - 13:00

Þjóðminjasafni Íslands

WATCHING! Photography, Surveillance, Protest

Louise Wolthers, PhD.

The Hasselblad Foundation

 

ÁHORF! Ljósmyndun, eftirlit og mótmæli

 

Í fyrirlestrinum mun Louise Wolthers fjalla um rannsóknarverkefni sitt ÁHORF! Eftirlit, list og ljósmyndun (2016-2017) og nokkur lykilverk sem voru á samnefndri sýningu í Hasselblad Center í Gautaborg, í Kunsthall Aarhus og C/O í Berlín.  Louise mun auk þess að fjalla um væntanlega sýningu sem líta má á sem framhald af þeirri fyrri og nefnist Sjónsvið dróna: herðnaður, eftirlit, mótmæli (2018). Bæði þessi verkefni vekja upp spurningar um hlutverk ljósmyndunar í fjölsæissamfélagi – og varpa ljósi á hvernig megi beita fjölsæinu sjálfu til að vinna gegn auknu eftirliti og alsæi.

 

Louise Wolthers er yfirmaður sannsóknasviðs og sýningarstjóri hjá Hasselblad stofnunni í Gautaborg. Hún lauk doktorsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2008 og fjallaði doktorsritgerð hennar um ljósmyndir og söguritun. Louise vinnur nú að rannsóknarverkefni um millistríðsárin, ljósmyndun og mannréttindi. Louise Wolters er eftirsóttur fyrirlesari og  sýningarstjóri og hafa bæði skrif hennar í fræðirit og sýningar við Hasselblad stofnunina og önnur listasöfn vakið mikla athygli, má þar nefna sýninguna ÁHORF! Eftirlit, list og ljósmyndum og sýningar sænska ljósmyndarans Kent Klich með ljósmyndum frá Gaza svæðinu og hollensku listakonunnar Rineke Dijkstra sem hlaut Hasselblad verðlaunin árið 2017.

Fyrirlestur
Þjóðminjasafni Íslands

WATCHING! Photography, Surveillance, Protest

Louise Wolthers

PhD. Head of Research and Curator at The Hasselblad Foundation

Listamannaspjall / Artist talk

Gerðarsafn

Ljósmyndun sem listmiðill

 

Safnahúsið

Ljósmyndabækur

Nordic Dummy Award

Gallerí Listamenn

Sýning og uppboð á ljósmyndum