Ljósmyndahátíð Íslands
//
The Icelandic Photography Festival

Fyrirlestur // Lecture

 

Landmark: The Fields of Photography - Frá hinu upphafna að því fáránlega

Fyrir lesari er Holly Roussell Perret-Gentil

 

Fimmtudaginn 14. janúar í Þjóðminjasafni Íslands kl. 16:00 – 17:00

 

Samtímaljósmyndarar hafa endurskoðað hina rótgrónu hefð landslagsljósmyndunar út frá tækniþróun og nýjum aðferðum. Kastljósinu hefur verið beint frá hinni ósnortnu landslagssýn 20. aldar að landslagi sem maðurinn hefur breytt eftir sínu höfði.

 

Út frá  sýningunni  og bók sem henni  fylgir, Landmark: The Fields of Photography,  sem  Holly Roussell Perret-Gentil  vann í samstarfi við William Ewing, mun hún tala um hvernig þessi umfangsmikla ljósmyndarannsókn var unnin og sýna úrval landslagsverka 21. aldar ljósmyndara, í þeim tilgangi að skoða þetta gróskumikla svið á ítarlegan hátt. Þar á meðal eru verk af ósnortnum svæðum  á jörðinni, af sundurgröfnum landsvæðum og myndir af  skálduðu landslagi.

 

Holly Roussell Perret-Gentil tekur einnig þátt í ljósmyndarýninni sem er á dagskrá hátíðarinnar.

Holly Roussell Perret-Gentil er sjálfstæður sýningarstjóri og umsjónarmaður ferðasýninga og ljósmyndaverðlaunanna Prix Elysée hjá Musée de l’Elysée ljósmyndasafninu í Lausanne, Sviss.  Á árunum 2012-2014 vann Holly sem aðstoðarsýningarstjóri á hinni umfangsmiklu rannsókn á landslagsljósmyndun á 21. öld ásamt William Ewing, Landmark: The Fields of Photography, og samnefndri bók sem kom út samhliða henni (Thames & Hudson, 2014). Nýverið var hún meðhöfundur kínversku ljósmyndasýningarinnar, Works in Progress: Photography in China 2015, sem sýnd var í Folkwang Museum í Essen í Þýskalandi. Hún er einnig meðhöfundur hinnar nýútkomnu Dictionary of Photography (Thames & Hudson, 2015).

 

Holly Roussell Perret-Gentil er með gráðu í listfræði og leggur stund á mastersnám í safnafræðum. Um þessar mundir leggur hún stund á rannsóknir í sýningasögu og kínverskri samtímaljósmyndun.

 

Hér eru upplýsingar á Facebook

 

//

 

Landmark: The Fields of Photography - From the Sublime to the Ridiculous

Lecture by Holly Roussell Perret-Gentil

 

Thursday 14 January  16:00 – 17:00 at The National Museum of Iceland

Contemporary photographers have reexamined the rich tradition of landscape photography through technological developments and evolving techniques, causing a shift from the pristine landscapes of 20th century photographers to heavily man-altered environments.

 

Stemming from the recent exhibition and publication project, Landmark: The Fields of Photography, curated in collaboration with William A. Ewing, Holly Roussell Perret-Gentil will talk about the approach of this major photography survey and present a selection of landscape works made by 21st-century photographers for an in-depth study of this evolving field: untouched regions of the earth, scarred terrain, and entirely conceptual landscapes.

 

 

Ljósmyndahátíð Íslands

//

The Icelandic Photography Festival