16. febrúar Listasafn Íslands Elina Brotherus Elina Brotherus (f. 1972) er finnskur ljósmyndari og vídeólistamaður sem fæst í verkum sínum að mestu við gerð sjálfsmynda og landslagsmynda. Hún er einn af þekktustu ljósmyndurum í Evrópu og hafa verk hennar verið sýnd í söfnum víða um heim. Verk Elinu endurspegla gjarnan sögu landslagsmálunar, hinn nakta mannslíkama í náttúrunni og starandi augnaráði listamannsins á fyrirsætu sína. Hún kannar jafnframt tengsl ljósmyndamiðilsins við listasöguna og sækir innblástur í táknmyndir hins klassíska málverks. Snemma fjölluðu verk hennar um persónulegar en í senn almennar upplifanir, sjálfsmyndina, kynhneigð, einmanaleika, nærveru og fjarveru ástarinnar. Í nýlegum verkum rannsakar hún jafnframt sambandið milli einstaklings og rýmis, í tengslum við innanstokksmuni og landslag. Á sýningunni í Listasafni Íslands eru sýnd verk frá 2016-2017. Elina Brotherus nam ljósmyndun í Helsinki og býr í Finnlandi og Frakklandi. Hún hóf að sýna verk sín í lok 10. áratugarins sem hluti af hinum þekkta Helsinki School hópi ljósmyndara í Finnlandi. Árið 2017 hlaut hún Carte Blanche PMU listverðlaunin, árið 2006 hlaut hún Niépce listverðlaunin og Carnegie listverðlaunin árið 2004. Meðal einkasýninga hennar eru nýlegar sýningar í Centre Pompidou í París; Turku Art Museum í Turku; Le Pavillon Populaire í Montpellier; Fotohof í Salzburg; gb agency í París og Martin Asbaek Gallery í Kaupmannahöfn, auk samsýninga í Musée Nicéphore Niépce í Chalon-sur-Saône; MAC Museo de Arte Contemporaneo í Santiago de Chile; Neue Berliner Kunstverein í Berlín; Finnish National Gallery Ateneum í Helsinki; Museum of Contemporary Photography í Chicago; The Photographers’ Gallery í London; Kiasma Museum of Contemporary Art í Helsinki; Louisiana Museum of Modern Art í Danmörku og Bozar Palais des Beaux-Arts í Brussel. // Elina Brotherus (b. 1972) is an internationally acclaimed Finnish photographer and video artist, well known for her self-portrayals and landscapes, which have been exhibited in museums widely. Her works often reflect the history of landscape painting, the human body in landscape and the gaze of an artist on his/her model. She probes the relation of photography to art history and finds inspiration in the iconography of classical painting. Her early work dealt with personal yet universal experiences, identity, sexuality, lonelyness and the presence and absence of love. In her recent works she investigates the relationship between individual and space, in relation to interiors as well as landscapes. The exhibition presents Brotherus´ works from 2016-2017. Elina Brotherus studied photography at the University of Art and Design Helsinki. She lives in Finland and France. She is considered a prominent member of The Helsinki School since its initiation in the late 1990s. In 2017 she received the Carte Blanche PMU Awards. She received the Niépce Prize in 2006 and the Carnegie Art Award in 2004. v Her recent solo exhibitions have been at Centre Pompidou in Paris; Turku Art Museum in Turku; Le Pavillon Populaire in Montpellier; Fotohof in Salzburg; gb agency in Paris and Martin Asbaek Gallery in Copenhagen, and recent group exhibitions have been at Musée Nicéphore Niépce in Chalon-sur-Saône; MAC Museo de Arte Contemporaneo in Santiago de Chile; Neue Berliner Kunstverein in Berlin; Finnish National Gallery Ateneum in Helsinki; Museum of Contemporary Photography in Chicago; The Photographers’ Gallery in London; Kiasma Museum of Contemporary Art in Helsinki; Louisiana Museum of Modern Art in Denmark and Bozar Palais des Beaux-Arts in Brussels.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur ÞESSI EYJA JÖRÐIN / This Island Earth Gerðarsafn - Listasafn Kópavogs Líkamleiki / Embody Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni Langa blokkin í Efra Breiðholti - David Barreiro Fornar verstöðvar - Karl Jeppesen Hafnarborg Astrid Kruse Jensen Ramskram Beachhead / Strandhögg - Daniel Reuter Listasafn Íslands Elina Brotherus