18.-21. janúar
Nordic Dummy Award
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

 

Sunnudagur

21. janúar 13:00 - 15:00

Safnahúsið Hverfisgötu

Ljósmyndabækur og Nordic Dummy Award

Jens Friis, KATALOG – Journal of Photography & Video

Crymogea

Einar Falur Ingólfsson

Sissa

Bókaútgáfa Þjóðminjasafnsins

Nordic Dummy Award

Ljósmyndabækur og Nordic Dummy Award Í Safnahúsinu Hverfisgötu

Sunnudaginn 21. janúar frá kl 13-15 verða útgefendur, ljósmyndabókasafnarar og Ljósmyndatímaritið KATALOG með sýningu og spjall um ljósmyndabækur í Safnahúsinu við

Hverfisgötu.

 

Sissa, ljósmyndari og skólastjóri Ljósmyndaskólans ásamt Einari Fal Ingólfssyni, ljósmyndara, koma með úrval úr ljósmyndabókasafni sínu og segja okkur frá uppáhalds bókum sínum þessa stundina. Jens Friis, útgefandi og ritstjóri KATALOG – Journal of Photography & Video kynnir tímaritið og efni þess. Crymogea, einn helsti útgefandi ljósmyndabóka á Íslandi, kynnir bækur sem komið hafa út hjá útgáfunni á síðustu árum. Þjóðminjasafn Íslands kemur með helstu ljósmyndabækur sem það hefur gefið út.

 

Verðlaunabókin og úrval bóka úr Nordic Dummy Award verða þá einnig til sýnis þennan dag í Safnahúsinu.

 

 

Nordic Dummy Award í ljósmyndasafninu 18.-21. janúar

Norski ljósmyndarinn Terje Abusdal er handhafi Nordic Dummy Award 2017. Verðlaunabókin hans Slash & Burn verður til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur daga 18.-21. janúar n.k. Þar má einnig sjá úrval bóka úr samkeppninni sem vöktu sérstaka athygli dómnefndarinnar, samtals fimm bækur.

Hér eru upplýsingar um Nordic Dummy Award

Fyrirlestur
Þjóðminjasafni Íslands

WATCHING! Photography, Surveillance, Protest

Louise Wolthers

PhD. Head of Research and Curator at The Hasselblad Foundation

Listamannaspjall / Artist talk

Gerðarsafn

Ljósmyndun sem listmiðill

 

Safnahúsið

Ljósmyndabækur

Nordic Dummy Award

Gallerí Listamenn

Sýning og uppboð á ljósmyndum