Ljósmyndahátíð Íslands
//
The Icelandic Photography Festival

Ljósmyndun í hávegum höfð!

Ljósmyndahátíð Íslands verður haldin dagana 14-17. janúar. Ljósmyndasýningar, bókakvöld, sýningaspjöll, fyrirlestur og ljósmyndarýni er meðal þess sem sem er á dagskrá hátíðarinnar sem að þessu sinni fer fram í Reykjavík og Kópavogi.

Samskonar hátíðir má finna í flestum höfðuborgum Evrópu og er Ljósmyndahátíð Íslands mikilvægur þáttur í því að efla tengsl íslenskrar ljósmyndunar við alþjóðlegan ljósmyndaheim og að kynna ljósmyndina sem listform fyrir almenningi á Íslandi. Einnig skapar þessi menningarviðburður gott tækifæri fyrir íslenska og erlenda ljósmyndara til að koma list sinni á framfæri.

Ljósmyndahátíð Íslands (áður Ljósmyndadagar) var sett á laggirnar árið 2012 af Ljósmyndasafni Reykjavíkur og FÍSL – Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Síðan þá hefur hún verið haldin annað hvert ár, nú í þriðja sinn.

 

Meira um dagskrá hátíðarinnar:

Dagskrá hátíðarinnar verður mikil og fjölbreytt, sýningar með erlendum og íslenskum listamönnum verða opnaðar í tengslum við hana, meðal annars í Gerðarsafni, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Þjóðminjasafni Íslands, Kex Hostel, Reykjavíkurtorgi, gallerí Ramskram, Njálsgötu, og í Listamönnum, Skúlagötu. Ljósmyndabækur verða kynntar og Holly Roussell mun halda fyrirlestur um sýninguna og bókina Landmark.

Þá hefur sjö erlendum safnstjórum, sýningastjórum og fagfólki í greininni verið boðið til landsins til að taka þátt í ljósmyndarýni (e. portfolio review), sem mun gefa listamönnum á Íslandi tækifæri til að kynna sín verk og hugsanlega komast í samband við söfn og gallerí erlendis.

 

Í stjórn Ljósmyndahátíðar Íslands eru Pétur Thomsen, Katrín Elvarsdóttir og Sigrún Alba Sigurðardóttir.

 

Frekari upplýsingar um hátíðina má með því að senda email á info@tipf.is

 

 

Ljósmyndahátíð Íslands

//

The Icelandic Photography Festival