Ljósmyndarýni 
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Ljósmyndarýni verður haldin á Lokahelgi Ljósmyndahátíðarinnar dagana 24. til 27. mars 2022. 

Nánari tilhögun og tímasetningar verða auglýstar fljótlega. 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur (Borgarsögusafn) sem hefur veg og vanda af skipulagningu hennar.

Markmiðið með ljósmyndarýninni er að útvíkka tengslanet milli ljósmyndara í öllum greinum og listamanna sem vinna með miðilinn og veita þeim ráðleggingar og endurgjöf um verk sín.

HVAÐ ER LJÓSMYNDARÝNI?

Ljósmyndarýni er 20 mínútna fundur þar sem ljósmyndari/listamaður mætir með myndir sínar, á pappír eða á stafrænu formi og sýnir viðkomandi rýnanda. Um er að ræða bæði erlenda og íslenska rýnendur, sem eru sérfræðingar í sínu fagi, ýmist safn- og/eða sýningastjórar á söfnum og galleríum eða ritstjóra ljósmyndatímarita. Auk þess að veita þátttakendum umsögn um verk þeirra getur þátttaka í ljósmyndarýni haft í för með sér ýmis tækifæri eins og boð á erlendar hátíðir og/eða sýningaþátttöku innanlands sem utan.
Skráning og frekari upplýsingar um ljósmyndarýnina og rýnendur er á heimasíðu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Smelltu hér til að fara þangað.