Off Venue

Laugardaginn 18. janúar 2020 opnar Valdís Thor sýninguna SAMSETNING / ASSEMBLAGE í 12 tónum á Skólavörðustíg 15. Sýningin stendur fram í febrúar.

Hvar: Forsetabarinn - 12 Tónar
Hvenær: Laugardaginn 18.janúar
Klukkan: 16:00 - 19:00

Verið velkomin á sýningaropnun á hinum nýopnaða Forsetabar í 12 tónum, Skólavörðustíg 15, laugardaginn 18. janúar frá kl. 16:00 - 19:00. Valdís Thor opnar sýninguna Samsetning / Assemblage þar sem hún sýnir úrklippumyndir (collage) sem hún hefur unnið úr gömlum National Geographic blöðum. Góð tónlist og tilboð á barnum.

Á sýningunni gefur að líta úrklippumyndir sem Valdís hefur búið til síðustu mánuði. Efniviðurinn er fengin úr gömlum National Geopgraphic blöðum, árgöngum 1976-1982. Úrklippumyndastíll hefur verið vinsæll gegnum tíðina en Valdís sækir meðal annars innblástur til Sigríðar Níelsdóttur (ömmu lo-fi) við gerð myndanna.

Valdís lærði ljósmyndun við Iðnskólanum í Reykjavík. Hún starfaði sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu og lauk sveinsprófi árið 2008. Síðan þá hefur hún tekið að sér ýmis ljósmyndaverkefni, m.a. fyrir franska dagblaðið Liberation og helgartímarit þess, Le mag, Reykjavík Grapevine og íslenska hönnunarmerkið KronbyKronkron. Valdís er meðlimur í FÍSL (félagi íslenskra samtímaljósmyndara) og stjórnaði samsýningu félagsins, ÍSÓ á Ísafirði sumarið 2015. Þá hafa myndirnar hennar verið sýndar í Lettlandi, Tyrklandi og Portúgal ásamt Íslandi, meðal annars í Norræna húsinu og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

www.valdisthor.blogspot.com
www.facebook.com/valdisthorart