Í aðdraganda Ljósmyndahátíðar Íslands verða fluttir þrír podcast þættir sem heita Úr einum ramma í annan.
Í þáttunum verður fjallað um verk ýmissa ljósmyndara í þeirra eigin frásögn, birtingarvettvang, og loks Ljósmyndahátíðir nær og fjær.
Þó svo nálgun þáttana einskorðist ekki við hátíðina, spinna efnistökin mynd sem lofsamar fjölbreytni miðilsins sem mun skína skært á Ljósmydahátíð Íslands.
Þáttarstjórnandi og framleiðandi er
Svavar Jónatansson og eru þættirnir framleiddir fyrir Ljósmyndahátíð Íslands.