Gerðarsafn
08 -18 (Past Perfect)
Santiago Mostyn
14.1.2022- 27.3.2022
Santiago Mostyn vinnur á mörkum fortíðar, mögulegra framtíða og hliðrænna veruleika með vísunum í menningarminjar, menningarátök og nýlendustefnu. Í verki hans The Warming Plateau kannar hann rök efasemdamanna um áhrif hnattrænnar hlýnunar með vísun í lagskiptingu tímans. Í verkinu eru skúlptúrar, plöntur, ljósmyndir og vídeóverk tengdar bendingar sem vísa í nýlendutímann í fortíð okkar og þá mannöld sem stendur yfir.

Santiago Mostyn mun vinna sýninguna í vinnustofudvöl í Kunstlerhaus Bethanien og mun systrasýning opna í Berlín á sama tíma.

Stilla úr vídeó verki: Drawing for Bellevue Estate, 2018