Gallery Port

Silfurbúrið/The Silvercage
Hjördís Eyþórsdóttir

518 aukanætur
Eva Schram

13.1.2022 - 10.2.2022
Silfurbúrið (The Silvercage) er nýjasta verkið eftir Hjördísi Eyþórsdóttur.
Verkið er óður til þorpsins þar sem ekkert gerist en allir hlutir hafa orðið til og tekst á við upphafið sem endalokin óhjákvæmilega hafa í för með sér. Leiðangur um síðustu klukkustundir myrkursins.
Sólarupprásin.
Þar sem rómantísk mynd þorpsins brotnar hægt niður í auðn, óveður og einveru.

“Sex ár í sjálfsskipaðri útlegð. Fimmtíuþúsund klukkutímar af fjöllum og eyjum. Á meðvituðum flótta frá borginni og ómeðvituðum flótta frá sjálfri mér, settist ég að í íslensku smáþorpi til þess að reyna að láta ókunnuga gleyma mér. Til þess að gleyma sjálfri mér, búa til nýja sjálfsmynd. Þar átti
fegurðin að drekkja mér en í stað þess að drukkna í fegurð gerði ég dauðaleit að henni. Sjálfsmyndin bjagast og beyglast þegar kafað er ofan í hana. Eins og fjallið. Eins og fólkið. Eins og þorpið. Leitin að frelsi frá öllu endaði læst inni í búri. Því fjarlægðin gerir fjöllin blá en svo eru þau ekkert blá.”

518 aukanætur, Eva Schram

518 aukanætur by Eva Schram is a series of images from the Highlands of Iceland. It is brought to light through expired films showing mysterious scenery that seems remote and abstract while also evoking a sense of home.

The exhibition is part of The Icelandic Photo Festival and will be on display in Gallery Port from the 13th of January to the 10th of February 2022