Arngrímur Ólafsson
Ljósmyndahátíð Íslands er alþjóðleg ljósmyndahátíð sem haldin er í janúar annað hvert ár. 
Hátíðin var fyrst haldin árið 2012 og þá undir nafninu Ljósmyndadagar. 
Markmið hátíðarinnar er að vinna að framþróun ljósmyndunar sem listforms. Á dagskrá hátíðarinnar eru ljósmyndasýningar með erlendum og íslenskum listamönnum, fyrirlestrar, ljósmyndabókakynningar og ljósmyndarýni.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur skipuleggur ljósmyndarýnina og býður erlendum safnstjórum, sýningastjórum og fagfólki í greininni til landsins.

Samstarfsaðilar um Ljósmyndahátíð Íslands 2020 eru níu. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafnið, Gerðarsafn, Hafnarborg, Félag Íslenskra Samtímaljósmyndara, Listaháskóli Íslands, RAMskram, Harbinger og Safnahúsið.

Stjórn hátíðarinnar skipa Pétur Thomsen, Katrín Elvarsdóttir og Sigrún Alba Sigurðardóttir.