Fyrirlestur í Safnahúsinu
Fimmtudaginn 23. janúar klukkan 12:00 - 13:00
Bókin er núna
Hans Gremmen
Hans Gremmen er grafískur hönnuður með aðsetur í Amsterdam. Hann starfar á sviði ljósmyndunar, arkitektúrs og myndlistar og hefur hannað yfir 300 bækur og unnið til ýmissa verðlauna fyrir hönnun sína. Þar á meðal gullverðlaun í keppninni um bestu bókahönnun frá öllum heimshornum. Verk hans hafa verið sýnd í Stedelijk safninu, MoMA, Boijmans van Beuningen og Pompidou safninu. Árið 2008 stofnaði hann bókaforlagið Fw:Books, forlag með áherslu á ljósmyndatengd verkefni og bækur. Nýlega stofnaði hann ásamt Roma Publications ENTER ENTER; sýningarrými í miðbæ Amsterdam sem kannar mörk bókarinnar
Hér er Facebook viðburður